Fjölbreytt Þrifþjónusta fyrir fyrirtæki, sameignir og einstaklinga á Austurlandi

Þrifþjónusta

Glans býður upp á fjölbreytta þrifþjónustu

Fyrirtækjaþrif - Er hreint á skrifstofunni?

Húsfélög og sameignir - Stigagangar, hjólageymslur og önnur sameiginleg rými

Þjónusta við skammtímaleigu íbúðir - Er umstangið þreytandi en innkoman góð? Heyrðu í okkur

Flutningsþrif - Þú pakkar og flytur... Við sjáum um rest

Heimilisþrif - Á föstu verði. Afslættir fyrir mánaðarleg, hálfs-mánaðarleg og vikuleg þrif

Sérverkefni - Ekki hika við að hafa samband

Okkur þykir vænt um heilsu fólks og umhverfið - því notum við einungis Svansvottaðar hreinsivörur.

Smelltu á hnappinn fyrir neðan til þess að fylla út formið okkar eða hafðu samband í netfang veislurogthrif@veislurogthrif.is

Fylla út formið hér og við höfum samband

Skipulagning, skreytingar, uppsetning og þjónar

Veisluþjónusta

Hvort sem þú ert að gifta þig, skíra, halda árshátíð eða afmæli og vilt fá framúrskarandi þjónustulið, þá finnur þú rétta fólkið hérna! Við bjóðum uppá viðburðarskipulagninu og getum séð um skreytingu á sal og veisluborðum fyrir þinn viðburð!

Hönnum, plönum, græjum og gerum!

Hafa samband hérna (tölvupóstur)

Hvað þýðir Svansvottun? Og afhverju skiptir það máli?

Svansvottaðar vörur

Svansmerkið er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem tekur til alls lífsferils vöru og þjónustu. Svansvottuð vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.

Hreinsiefni sem ekki eru vottuð eiga það til að innahalda heilsu- og hormónaspillandi efni.

Langar þig að setja eign í skammtímaleigu en hefur ekki tíma eða veist ekki hvernig þú átt að bera þig að því?

Heildarumsjón skammtímaleigu íbúða

Glans tekur að sér alhliða rekstrarþjónustu fyrir skammtímaleigustaði. Við tökum að okkur uppsetningu á bókunarmiðla, eignaumsjónar- og verðstýringarkerfi sem og samskipti við kúnna og þrif milli útleiga.

  • Dýnamískt verðstýringarkerfi tekur mið af markaðinum að hverju sinni og uppfærir verð í rauntíma yfir á bókunarmiðla.
  • Eignaumsjónarkerfi er miðlægt stjórnunarkerfi sem gerir gestgjöfum kleift að skrá sínar eignir á alla helstu bókunarmiðla samtímis án þess að þurfa að hafa áhyggjur af tvíbókunum.
  • Þrifþjónusta Glans tekur að sér að stokka upp íbúðir á milli útleiga og skaffar og þvær rúmföt.
  • Samskipti við viðskiptavini - skjót og vönduð þjónusta.
  • Mælaborð - viðskiptavinir Glans geta skráð sig inn á mælaborð eignaumsjónarkerfis og fengið yfirsýn yfir útleigur, samskipti og helstu tölfræði.

Við kappkostum að hámarka þína hagsmuni.

Hafa má samband í síma 857 0804 Gabríel eða í tölvupóst bokhald@veislurogthrif.is

Hafa samband (tölvupóstur)

Hver erum við?

Um okkur

Glans er til húsa á Egilsstöðum en sinnir verkefnum um allt Austurland.

Við brennum fyrir því að veita góða þjónustu og skila af okkur glansandi fínum verkum.

Hafa samband hérna (tölvupóstur)